Sunna sendir frá sér nýtt lag: Þjóðlagaskotið popp

0

Tónlistarkonan Sunna var að senda frá sér lagið „Declaration“ og er það fyrsti síngúll af væntanlegri samnefndri stuttskífu sem kemur út í byrjun 2019. Tónlistinni má lýsa sem þjóðlagaskotnu poppi með örlitlu kántrýívafi.

Upptökur á væntanlegri plötu eru í fullum gangi, en þær fara fram í Aabyroad Studios með upptökustjóra Dennis Ahlgren, sem einnig sér um mest allan hljóðfæraleik í laginu. Dennis Ahlgren gerði meðal annars fyrstu plötur dönsku tónlistarkonunnar Tinu Dickow, sem nú er búsett á Íslandi.

Skrifaðu ummæli