SUNNA GUNNLAUGS SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA „CIELITO LINDO“

0

sunna

Píanistinn Sunna Gunnlaugs var að gefa út þriðju skífuna með tríói skipuðu auk hennar Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á skífunni sem ber titilinn „Cielito Lindo“ leitar tríóið á svipaðar slóðir og áður þar sem þau sækja innblástur í íslenska víðáttu og kyrrð en blúsinn togar í af og til. Meðlimið tríósins leggja til tónsmíðar en einnig má finna útfærslur þeirra á hinu þekkta lagi „Summertime“ eftir George Gerswin, ásamt lagi eftir Tom Waits og ekki má gleyma titillaginu „Cielito Lindo“ sem er mexíkóskt þjóðlag þó svo að margir Íslendingar þekki það betur undir heitinu „Á Hóli Var Bóndi Sem Hét Bara Jón.„

sunna 2
skífur tríósins hafa að jafnaði fengið frábærar móttökur gagnrýnenda um heim allan og komist á ýmsa lista yfir „diska vikunnar“ og jafnvel „diska ársins.“ Tríóið hefur verið iðið við tónleikahald erlendis og í tvígang farið í tónleikaferð um Bandaríkin, komið fram á Jazzhátíðum í Oslo, London, Bremen, Vancouver, Rochester, Washington og fleiri mætti telja. Þau voru meðal fulltrúa Íslands á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center 2013. Þau voru tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og það árið hlutu þau 4 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Jazzmiðlar erlendis eru þegar farnir að fjalla um Cielito Lindo og fékk platan fjórar stjörnur í breska tímaritinu Jazzwise þar sem gagnrýnandinn sagði tríóið vera framúrskarandi. London Jazz News fjallaði einnig um diskinn og sagði:

Ljóðræn og íhugul fegurð Cielito Lindo er eins og Ísland sjálft, og heillar sífellt meir við hverja hlustun. Lýðræðið leikur í höndum tríósins, sem á undraverðan hátt tekst að láta rödd sína skara fram úr ógrynni annarra píanótríóa.“ – London Jazz News

Nordische Musik gaf disknum fimm stjörnur og sagði tónlistina tímalausan jazz, þrungna tilfinningu og nánd.

Comments are closed.