SUNNA GUNNLAUGS KVARTETT Á BRYGGJUNNI 31. JANÚAR

0
Sunna_Gunnlaugs
SunnuDjassinn að þessu sinni á Bryggjan Brugghús verður í höndum Sunnu Gunnlaugs, djasspíanóleikara, ásamt þeim Sigurði Flosasyni, Þorgrími Jónssyni og Scott McLemore.
Sunna er án efa einn af okkar þekktustu djössurum og hefur vakið töluverða athygli um árabil í hinum alþjóðlega djassheimi fyrir tónlist sína og lifandi flutning. Hún hefur gefið út fjölda platna, haldið tónleika um allan heim og verið leiðandi afl í Jazzhátíð Reykjavíkur við góðan orðstír. 
Tónleikarnir hefjast um klukkan 20:00 – FRÍTT INN

Comments are closed.