SUMT MINNIR Á SOUL SONIC FORCE OG EGYPTIAN LOVER ANNAÐ EKKI

0

t16

Electro rapp sveitin TZMP er í þann mund að halda útgáfutónleika sína fyrir breiðskífu númer tvö en herlegheitin munu fara fram á morgun fimmtudaginn 9. febrúar á Prikinu. Með sveitinni koma fram góðir gestir, en meðal þeirra má nefna 7berg, Kocoon og Ozy. Þessi listi gæti verið tæmandi.

Önnur plata sveitarinnar „Anthology: Simply The Best“ er nú komin út og er hún til sölu á Bandcamp, 12 Tónum og Lucky Records.

13781787_10154281259842660_3506111358852908323_n

Tónlistin mætti einna helst kalla framúrstefnulega íhaldssemi en tvíeykið hefur unnið hörðum höndum að plötunni í 12 ár síðan að fyrsta platan kom út. Sumir tónar minna á Soul Sonic Force og Egyptian Lover, aðrir ekki.

TZMP standa nú fyrir Facebook leik þar sem að hægt er að eignast geisladisk af plötunni, bol með grafík af umslagi plötunnar á og einnig fylgir með 10 evrur sem greiðsla fyrir að mæta á tónleikana.

Þetta eru tónleikar sem flestir ættu að láta framhjá sér fara, fyrir utan þá sem að hafa áhuga á tónlist 9. áratugarins og finnst gaman að dansa og skemmta sér!

Skrifaðu ummæli