SUMRINU FAGNAÐ MEÐ LIFANDI KAROKE Á KEX HOSTEL

0

Sumarið er komið og fer vel af stað og erum við langflest með breitt bros á vör. Sumrinu fylgir eins og öllum árstíðum hversdagsleiki sem breytist lítið milli ára og hann þarf að brjóta upp með reglulegu millibili svo hann verði hressandi og hressilegur. Ein leið til þess að lífga uppá hversdagsleikann er að skella sér í góðum félagsskap í karókí og því ætla nokkrir fullveðja tónlistarmenn að bjóða uppá slíka skemmtun á KEX Hostel í kvöld fimmtudaginn 25. maí.

KEX Live Karaoke hefst í kvöld kl. 20:00 og eru það engir aðrir en tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson úr Hjaltalín, Aron Steinn Ásbjarnarson tónskáld, Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem hefur slegið takt fyrir Bloodgroup, Jónsa, Samúel Jón Samúelsson o.fl. og Örn Eldjárn gítarleikara Tilbury og Ylju.

Gestir á KEX Karaoke geta valið úr um 100 laga banka hjá Karaoke-stjóranum sem verður á svæðinu og hver veit nema að einhverjir þekktir gestasöngvarar taki lagið.  KEX Live Karaoke-stýra verður engin önnur en Sandra Barilli sem er með einstakt lag á því að halda gleðinni við völd

http://www.kexhostel.is

Skrifaðu ummæli