SUMMERJAM Í BLÁFJÖLLUM FÖSTUDAGINN 22.MAÍ

0

fréttablaði

22. maí næstkomandi verður haldið Summerjam snjóbrettahátíð í Bláfjöllum. Fyrsta Summerjam var haldin árið 2012 við frábærar undirtektir.

„Við mættum þarna nokkrir strákar uppeftir og græjuðum parkið upp á nýtt, smíðuðum stóran og góðan pall ásamt fullt af fleiri minni pöllum, corners og settum reilin og boxin upp á öðruvísi hátt en þau höfðu verið allan veturinn. Við vorum með plötusnúð í miðju fjallinu þannig að það var tónlist sem ómaði um allt fjallið, orkudrykkir og aðrar drykkjar veigar voru fljótandi útum allt og svo grilluðum við pylsur og eg veit ekki hvað og hvað. Veðrið var einsog best var á kosið, um 10 gráður sól, logn og ekki ský á himni. Þannig að fyrsta árið sem þetta var, gekk í raun bara einsog í sögu og það voru allir sammála um að þetta hafi verið besti dagur vetrarins.“  Segir Davíð Oddgeirsson

Mint og Slark verða með fatnað á staðnum á mjög góðu verði einnig verður dót frá Mohawks, Brim, Albumm og Mynka. Einnig hefur heyrst að það verður sundlaug á staðnum og Airbaggið að Norðan, þetta verður geggjað!

Það eru Mint Snow og Slark sem sjá um að halda þennan glæsilega viðburð í samvinnu við skíðasvæðin og Burn, Mohawks, Vísir.is og Mint Productions

„Þetta er seinasti séns til að renna sér í fjallinu í langan tíma, það er alltaf biluð stemning, parkið illað, slush og þægindi þannig það er ekki heimskulegt að drífa sig upp í fjall 23.mai og enda þetta bretta/skíða season með stæl.“ Segir Davíð Oddgeirsson að lokum.

Nánar um Summerjam hér: https://www.facebook.com/events/980855698599455/

 

Comments are closed.