Sumarsmellur alla leið frá Los Angeles

0

Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson var að senda frá sér sumarsmellinn, „Summer Nights.“ Lagið er af plötu kappans, No Place Like Home, sem er væntanleg núna í júlí. Magnús er ekki einsamall í laginu en Lilja Eivor sér einnig um flutninginn.

„Ég var búinn að eiga demo af laginu í nokkur ár en vissi aldrei almennilega hvað ég vildi gera við það eða hvernig ég vildi útfæra lagið. Sumarið 2017 datt mér í hug að gefa það út en það varð svo ekkert úr því og tíminn rann út.Svo ákvað ég að láta reyna á það þetta sumar og náði ég að plata Lilju til að syngja inn á lagið með mér. Hún tekur lagið alveg á annað level því hún er með frábæra rödd sem passaði fullkomlega við lagið.“

Magnús er búsettur í Los Angeles þar sem hann hefur búið undanfarin ár. Magnús flutti út til að læra Music Production og vinna við tónlist.

„Ég er að gefa út mína fyrstu plötu núna í júlí sem heitir, No Place Like Home, eða í höfuðið á fyrsta laginu sem ég gaf út fyrr á árinu.“

Magnús er að fara að fylgja plötunni eftir og túra um suður kaliforníu og í leiðinni að henda smá hlýrri golu á klakann. En það er aldrei að vita nema að kappinn komi bara með goluna með sér og heldur tónleika fyrir okkur hér heima.

Skrifaðu ummæli