Sum ruslaraleg og pönkuð en önnur eins og bjöguð heimsendishljóðrás

0

Drullupolla-etersveitin Godchilla, voru að senda frá sér í dag 5. nóvember lagið „Cosmic Garbage Boy.“ Þó lítið hafi verið um tónleikahald hjá Godchilla undanfarið hefur sveitin látið ermar standa fram úr skálmum og unnið að nýjum lögum. Sumhver verulega ruslaraleg og pönkuð, önnur eins og bjöguð heimsendishljóðrás og enn önnur eins og Þeyr að kovera Shadows að kovera Discharge. Nýja lagið fellur fyrirvaralaust í fyrsta flokkinn.

Frá útgáfutónleikum HYPNOPOLIS síðasta vor. Ljósmynd/Claire Paugam

Hljómsveitin mun koma fram tvisvar yfir Airwaves helgina: Miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 00:10 á Gauknum (on venue) og laugardaginn 10. nóvember klukkan 16:00 Í Lucky Records (off venue).

Godchilla.space

Instagram

Skrifaðu ummæli