SÚKKULAÐIPLATA Í STAÐ HEFÐBUNDINNAR PLÖTU

0

Tónlistarmaðurinn Auður gefur út sitt eigið súkkulaði í samstarfi við Omnom. Súkkulaðiplata í stað hefðbundinnar plötu. Auður hefur unnið sér inn orðspor fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í útgáfu á tónlist sinni. Í fyrra gaf hann út forhlustun á plötunni sinni í formi Pokémon Go þar sem gestir og gangi á Austurvelli gátu „veitt“ plötuna í snjallsíma, samhliða útgáfunni í vor frumsýndi hann myndband sem tekið var upp í einni samfelldri töku þar sem hann flytur plötuna í beit.

Nú gefur Auður út sérstakt súkkulaðistykki í samstarfi við Omnom í tilefni Airwaves. Súkkulaðið verður framleitt í takmörkuðu upplagt. Bragðið var þróað og unnið með sérstöku tilliti til hljóðheimsins sem Auður hefur skapað.

„Lendingin vara mjólkursúkkulaði með karamellubitum. Það passaði bara við sándið.“ – Auður

Með súkkulaðinu fylgir hlekkur á 5 lög frá tónlistarmanninum. Sum þeirra útgefin en önnur einungis fáanleg með súkkulaðiplötunni og verða ekki gefin út aftur.

„Þetta er líka æfing í núvitund. Við erum vön því að heyra meistaraverk í útvarpinu og veita því enga athygli, troða í okkur súkkulaði eða nesti á ferðinni. Mig langar að hvetja fólk til þess að gefa sér tíma til þess að hlusta á skilningarvitin og veita þeim fulla athygli. Borða súkkulaði. Hlusta á tónlist. Hvað eiga þau sameiginlegt? Hvað brögð heyrum við?“ – Auður

Auður mun koma fram á Iceland Airwaves miðvikudaginn 1. nóvember á Húrra kl. 00:20 og föstudaginn 3. nóvember í listasafni Reykjavíkur kl. 19:20.

Skrifaðu ummæli