SUÐURRÍKJARAPP KVEIKIR Í KLAKANUM

0

Myndbandið er virkilega töff!

Rappararnir Since When?, KidDEAD og Futurecrime koma allir frá Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum en þeir eru orðnir ansi góðir íslandsvinir! Íslenska rappsveitin Shades Of Reykjavík kynntist köppunum í fyrra þegar þeir fóru til Tennessee, gagngert til að spila og taka upp tónlist en mikill vinskapur hefur myndast á milli sveitanna.

Hér má sjá Shades Of Reykjavík ásamt vinum sínum frá Nashville í Tennessee.

Since When?, KidDEAD og Futurecrime voru að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Slangin on the Streets of Reykjavik” og er lagið tekið upp í hljóðveri Shades Of Reykjavík. Rappararnir útlensku reka sitt eigið plötufyrirtæki en það ber heitið The Southern Demon Herd og eru herlegheitin gefin út af því stórskemmtilega fyrirtæki.

The Southern Demon Herd.

Shades Of Reykjavík frumflytur nýtt lag og myndband næstkomandi miðvikudagskvöld á Prikinu en Since When? Kemur fram í laginu og myndbandinu!

Facebook viðburðinn má sjá hér

Skrifaðu ummæli