SUÐUR AMERÍSKAR TÓNLISTARHEFÐIR Í BLAND VIÐ KALDAN ÍSLENSKAN RAUNVERULEIKANN

0

Föstudaginn síðastliðinn kom út nýtt lag með hljómsveitinni Salsakommúnunni en það ber titilinn ,,Ég spyr“ og fjallar um spurningar sem enginn getur svarað. Lagið er fyrsti „singúllinn“ af væntalegri plötu Salsakommúnunar sem kemur út á næstu mánuðum.

Salsakommúnan hóf göngu sína síðastliðið haust og flytur tónlist innblásna af suður-amerískum tónlistarhefðum í bland við kaldan íslenskan raunveruleika. Meðlimir sveitarinnar eru ellefu talsins og tengjast í gegnum tónlistarskóla FÍH og Hamrahlíðarkórinn. Sumartónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir núna á sunnudaginn þann 16. júlí í Björtuloftum í Hörpu. Uppselt var á tónleikana og færri komust að en vildu. Þeir sem komust að voru þó nokkuð einróma um að þar hafi ríkt mikil gleði og sannkallað salsa-stuð.

Skrifaðu ummæli