SUDDAROKK OG ÞVOTTAVÉL Á FLEYGIFERÐ

0

hormonar-3

Hljómsveitin Hórmónar var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Kynsvelt.“ Hórmónar er sigursveit músíktilraunir í ár og er hún að leggja lokahönd á sína fyrstu EP plötu. Hórmónar er fimm manna sveit og eru þau að eigin sögn ekki smeyk við að hugsa út fyrir kassann!

hormonar

„Kynsvelt“ er fjörugt suddarokk og ætti það að fá hvert mannsbarn til að standa upp og hrista á sér búkinn! Myndbandið er einkar skemmtilegt og einfalt en þar má sjá þvottavél láta öllum illum látum.

Sveitin er mögnuð á tónleikum og kemur hún fram á Iceland Airwaves í ár.

Comments are closed.