SUDDALEG ROKKVEISLA Á BAR 11

0

pink-2

Það verður allsherjar rokkveisla á morgun laugardag á Bar 11! Sveitirnar sem koma fram kalla ekki allt ömmu sína og eru þekktar fyrir magnaða sviðsframkomu og geggjaða tóna! Skelkur í bringu, Future Figment og Pink Street Boys trylla lýðinn og má búast við sveittri en jafnframt góðri stemmingu.

Veislan byrjar stundvíslega kl. 22:00 og stendur þar til menn gefast upp, eða til kl: 01:00 og kostar litlar 1.000 kr inn. Hægt er að skoða facebookviðburinn hér

Skrifaðu ummæli