SUÐ GEFUR ÚT LAGIÐ „PLASTGEA“

0

sud3

Í kjölfar lagsins „Á Flótta„ og til að hita enn frekar upp fyrir breiðskífuna Meira Suð! gefur Suð út lagið „Plastgea“ og myndband í kaupbæti.

Einu sinni í fyrndinni var jörðin ein ofurheimsálfa, Pangea. Síðan brotnaði Pangea upp og heimsálfurnar sem við þekkjum í dag urðu til. Í dag erum við hins vegar að búa til okkar eigin Pangeu. Í þetta skipti úr plasti. Plastgea!

sud

Þegar kom að því að gera myndbandið voru margar hugmyndir á lofti en sem fyrr, ákvað Suð að ráðast í verkefnið af miklum áhuga en algjörri vanþekkingu, enda það sem piltarnir gera best.

Kjartan bassaleikari tók að sér að vinna þemað, klippa og leikstýra, meðal annars vegna þess að ljóst þótti að Baltasar Kormákur væri of upptekinn við að fylgja eftir hlutverki sínu sem ofstopafullur hjartalæknir í kvikmyndinni Eiðurinn.

Þar sem Kjartan er mikill áhugamaður um grímur og hefur meðal annars komið fram á tónleikum sem Svarthöfði voru pantaðar plastgrímur af ungum karlmanni.

http://sud.is/

 

 

 

Comments are closed.