SUBMINIMAL FANGAR FALLEGA STEMMINGU Á NÝRRI STUTTSKÍFU

0

subminimal

Tónlistarmaðurinn Subminimal eða Tjörvi Óskarsson eins og hann heitir réttu nafni sendi fyrir skömmu frá sér stuttskífuna 36.  Tjörvi hefur verið iðinn við tónlistarsköpun í fjölmörg ár og hefur megináherslan verið raftónlist.

Ambient og Drum N Bass hefur aldrei verið langt undan en kappinn hefur sent frá sér nokkrar plötur og hafa þær allar fengið glimrandi dóma! 36 rennur ljúft inn í undirmeðvitund hlustandans og óhætt er að segja að Tjörvi nær að fanga fallega stemmingu.

subminimal 36

Hér er á ferðinni frábær plata og ætti enginn sannur tónlistarunnandi láta hana framhjá sér fara.

http://www.subminimal.is/

http://mollerrecords.com/

Comments are closed.