STYTTURNAR FANGA ANDARTAK ÁN TÍMA

0

konsulat-12

Hljómsveitin Konsulat var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Invaders.“ Þetta er fyrsta lagið sem samið var á glænýrri plötu sveitarinnar. Konsulat er búin að vera frekar upptekin af bossa nova töktum í bland við austurlenskar skala pælingar og kraut drifnar gítarlínur en myndbandið á að endurspegla það.

konsulat-1

Konsulat hét áður a & e sounds en það eru Þórður Grímsson og Kolbeinn Soffíuson sem mynda hljómsveitina.

„Okkur fannst við hafa fjarlægst pælingarnar sem voru í gangi. Uppröðunin í hljómsveitinni er önnur en við höfum einfaldað live settið allt frá fimm manna bandi niður í að vera tveir.“ – Þórður Grímsson

konsulat-7

Upphaflega var farið í myndatöku til Anne Floriane Marie Jeanneau í Ljósmyndaskólanum, hún tók seríu af sveitinni í mjög skemmtilegum stíl, þar sem glerplata var staðsett á milli þeirra og myndavélarinnar. Vatn lekur á glerið og myndast þá bjögunin sem er mjög áhugaverð og falleg. Í kjölfar þess var ákveðið að framleiða myndband út frá þessum hugmyndum. Myndbandið er tekið upp heima hjá Ömmu Þórðar en þar leikur Jessica Hill ansi góða týpu.

„Þar eru meðal annars styttur sem ég hef alist upp með og mikið spáð í síðan ég var krakki. Það gerist eitthvað myndrænt þegar maður tekur þær upp á myndband, frekar andstæðar hugmyndir, þar sem myndband er línulegt tímabil með byrjun og endi, á meðan stytturnar eru að fanga eitthvað andartak, án tíma.“ – Þórður Grímsson

Konsulat blæs til heljarinnar útgáfutónleika í Mengi laugardaginn 29. október og mun sveitin frumflytja nýtt efni af plötunni, með aðstoð frá Arnljóti Sigurðssyni.

Hægt er að niðurhala plötunni frítt hér: https://konsulata.bandcamp.com/album/invaders

https://soundcloud.com/konsulata

Comments are closed.