STYRKUR OG VEIKLEIKI ENDURSPEGLAST Í TEXTUNUM

0

Tónlistarkonan Árný var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Nowhere I´d Rather Be“ sem kom út á dögunum. Lagið er fyrsti singúll af væntanlegri plötu Árnýjar sem mun líta dagsins ljós í byrjun næsta árs.

Platan er unnin í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson en tónlistinni má lýsa sem blöndu af acoustic og elektrónískum hljóðheim. Í flutningnum takast á styrkur og veikleiki sem má segja að endurspeglist í textunum sem fjalla að ákveðnu leyti um að leyfa sér að vera berskjaldaður.

Lagið má finna á Spotify og öllum helstu tónlistarveitum. Myndbandið er framleitt af Eyk Studio.

Skrifaðu ummæli