STYRKTARTÓNLEIKAR FYRIR ELÍSU MARGRÉTI Í KVÖLD KL 20:00 Í AUSTURBÆ

0

styrk
Elísa Margrét fæddist með alvarlegan og sjaldgæfan heilasjúkdóm, Lissencephaly. Það  eru innan við 1000 börn í heiminum með hennar sjúkdóm. Elísa Margrét er aðeins tveggja og hálfs árs og hefur háð baráttu við afleiðingar sjúkdómsins frá fæðingu og staðið sig eins og hetja. Alvarlegustu fylgifiskar sjúkdómsins er mjög illvíg flogaveiki sem hefur verið erfitt að ná tökum á og lungasjúkdómar.

Barnaspítali Hringsins hefur verið hennar annað heimili frá því hún var 2ja mánaða. Þessum veikindum hafa fylgt mikil útgjöld og tekjumissir fyrir fjölskyldu hennar
Styrktartónleikarnir eru til að hjálpa Elísu Margréti og fjölskyldu hennar fjárhagslega og með öðrum hætti í framtíðinni vegna alvarlegra veikinda Elísu Margrétar.

Fram koma á tónleikunum: Skítamórall, Hreimur og Vignir, Emsjé Gauti, Áttan, Gunnar Birgisson, Alda Dís, Hafdís Huld og Friðrik Dór.
Tónleikarnir hejast stundvíslega kl 20:00 í Austurbæ

http://midi.is/tonleikar/1/9208/Vinir_Elisu_Margretar

Ef þú kemst ekki eða vilt greiða meira fyrir miðann þá eru frjáls framlög lögð inná þennan reikning hér:

Rknr. 326-22-953
Kt. 510714-0670

Comments are closed.