STUTTSKÍFAN „Q-BOX“ MEÐ LISTAMANNINUM EXOS ER FÁANLEG Á NÝJAN LEIK OG MUN HÚN KOMA ÚT Á VEGUM THULE ÚTGÁFUNNAR

0
Exos Promo Pic HQ1
Áhugamenn um naumhyggjukennda tæknótónlist (e. minima l dub techno) gleðjast þar sem loks er hin eftirsóknarverða stuttskífa „Q-Box“ með listamanninum Exos fáanleg á nýjan leik.
Skífan mun koma út á vegum Thule útgáfunnar á nýjan leik í gegnum þýska dreififyrirtækið DBH.
Exos (Arnviður Snorrason) er einn af máttarstólpum Thule útgáfunnar, sem fagnar í ár 20 ára starfsafmæli. Hann hefur lengi talinn vera leiðandi afl í íslenskri tæknósenunni og einn virtasti útsetjari tæknósenunar í Evrópu. Eftir hann liggja fjölmargar útgáfur, sem allar hafa hlotið prýðilega móttökur – bæði hjá plötusnúðum sem og hjá gagnrýnendum. Undanfarið hefur hann verið á mála hjá трип útgáfunni, sem er stjórnað af drottningu tæknósins – Nina Kraviz.
Exos Promo Pic HQ2
Q-Box kom upprunalega út árið 1999 og var ein af eftirsóttustu útgáfum Thule, en hún inniheldur fjögur hugvíkkandi naumhyggjutæknó lög – sem virka bæði fyrir dansgólfið sem og fyrir heimahlustun.
Thule útgáfan er að mörgum talin vera ein af frumkvöðlum naumhyggju-tæknóstefnunnar og var um tíma upphafspunktur fyrir marga af helstu raftónlistarsveitum landsins.
Exos - Q-Box Vinyl pic

Exos mun fylgja á eftir útgáfunni í apríl með röð af tónleikum:

11. apríl – Fabric (UK) (ásamt Nina Kraviz og Mr. G)
18. apríl – Slakthuset (SE)
19. apríl – Paloma (IS)
22. apríl – Kaffibarinn (IS)
26. apríl – Bravo (IS)

Comments are closed.