STURLA ATLAS MEÐ TRYLLT LAG OG MYNDBAND

0

Hljómsveitin Sturla Atlas var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „I Know.” Lagið er unnið í samvinnu við Tuborg og er hluti af verkefni sem heitir Tuborg Open. Lagið er upprunalega unnið af hljómsveitinni Major Lazer en listamenn hvaðan af úr heiminum hafa sett það í sinn eigin búning.

Myndbandið er einstaklega flott og mikið er lagt í herlegheitin! Mikið af þekktum andlitum bregða fyrir í myndbandinu og má þar t.d nefna Aron Can og Joey Christ en einnig má sjá samhæfðan dans svo fátt sé nefnt! Leikstjóri myndbandsins er Unnsteinn Manuel Stefánsson.

Skrifaðu ummæli