STURLA ATLAS ER RÖFF, MJÚKUR OG TÖFF

0

Sturla Atlas er án efa einn svalasti og vinsælasti tónlistarmaður landsins en hann var að senda frá sér myndband við lagið „Time.“ Lagið er tær snilld og óhætt er að fullyrða að kappinn er að ná nýjum hæðum og er myndbandið alls ekkert síðra! Lag og myndband virkar einkar vel saman. Töff, mjúkt og röff!

Myndbandið er leikstýrt af Jóhanni Kristófer Stefánssyni og tekst honum afar vel til! Þann 16. Mars næstkomandi kemur út Mixtape frá kappanum sem kallast 101 nights og bíðum við afar spennt eftir því!

Skrifaðu ummæli