STURLA ATLAS DROPPAR EITUR FERSKU MIXTEIPI

0

Í dag sendir hljómsveitin Sturla Atlas frá sér eitur ferskt mixteip sem ber heitið „101 Nights.“ Sturla og félagar hafa slegið í gegn með lögum eins og „San Francisco“ og „Vino“ svo sumt sé nefnt en ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra!

Mixteipið er afar þétt og inniheldur það átta lög og óhætt er að segja að margir eigi eftir að blasta þessu um ókomna tíð! Hægt er að hlusta á mixteipið á Spotify en einnig er hægt að niðurhala teipinu á heimsíðunni www.sturlaatlas.com

Skrifaðu ummæli