„STUNDUM ER GOTT AÐ VERA EKKERT AÐ FLÆKJA LÍFIÐ AÐ ÓÞÖRFU“

0

Tónlistarkonan Sólborg var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Lífið snýst um mig og mína.” Með laginu vill Sólborg fá fólk til að brosa og ekki gleyma því sem raunverulega skiptir máli í þessu blessaða lífi!

„Stundum er bara gott að vera ekkert að flækja lífið að óþörfu og njóta þess bara að vera til með fólkinu sínu. Við fáum víst þetta tækifæri ekki aftur.“

Lagið er tær snilld og ætti það að fá hvert mannsbarn til að brosa. Myndbandið er alls ekkert síðri en það er leikarinn og bróðir Sólborgar Davíð Guðbrandsson og mágkona hennar Hildur Selma Sigbertsdóttir sem fara með aðalhlutverkin! Leikstjórn og handrit var í höndum Davíðs Guðbrandssonar.

Skrifaðu ummæli