STUÐNINGSSVEIT KARLALANDSLIÐSINS TÓK LAGIÐ MEÐ JÓNASI SIG Á ROSENBERG

0

Tónlistarmaðurinn Jónas Sig ásamt Ritvélum framtíðarinnar og góðum vinum flytja sunnudagshugvekju á nýuppgerðu Rosenberg alla sunnudaga í sumar.

Tónleikaröðin hófst í gær með látum fyrir troðfullu húsi og í anda þess sem koma skal öll sunnudagskvöld í sumar duttu óvæntir gestir inn.  Í þetta skiptið var það stuðningssveit íslenska fótboltalandsliðsins leidd af Samúeli J. Samúelssyni sem rúllaði í gegnum Rosenberg með trommuslátt og blástur og tók tvö lög með Jónasi við mikin fögnuð viðstaddra.  Ævintýraleg byrjun á tónleikaröðinni.

Vert er að taka fram að aðeins 100 miðar eru í boði á hverja tónleika fyrir sig og seljast miðar hratt þessa stundina.

Forsala á tónleikaröðina er í fullum gangi á Tix.is

https://rosenbergrvk.com

Skrifaðu ummæli