Stuðmenn kunna svo sannarlega að halda uppi stuðinu

0

Á laugardaginn sem blés hljómsveitin Stuðmenn til heljarinnar tónleika í Þjóðleikhúsinu og fögnuðu um leið aldarafmæli fullveldis Íslands! Eins og alþjóð veit er Stuðmenn ein farsælasta hljómsveit landsins en hvert mannsbarn getur raulað með lögum sveitarinnar. Á tónleikunum var vægast sagt öllu til tjaldað og öll umgjörð til fyrirmyndar. Virkilega góð stemning myndaðist á tónleikunum og var salurinn sko algerlega með á nótunum! Stuðmenn héldu uppi þrusu stuði eins og þeim einum er lagið!

Hér má sjá nokkur skjáskot úr myndbandsverkunum eftir Sunnevu Ásu Weisshappel og Anni Ólafsdóttur.

Mikið af góðu fólki komu að tónleikunum enda var þetta afar stórt í sniðum. Sunneva Ása Weisshappel var listrænn stjórnandi tónleikana og leikstýrði hún ásamt samstarfskonu sinni Anni Ólafsdóttur 24 myndbandsverkum sem var varpað var á stórt tjald á sviðinu. Verkin voru unnin og klippt úr nýju efni sem Sunneva og Anni tóku og leikstýrðu en einnig var notast við eldra efni frá 100 ára Íslandssögunni í tenginu við Stuðmenn og Stuðmannsefni. Þetta er í fyrsta skipti sem Stuðmenn henda í “Visual Event” og eru allir sammála um að vel tókst til!

Ljósmyndarinn Brynjar Snær mætti á svæðið og tók þessar frábæru ljósmyndir:  

Skrifaðu ummæli