STÓRKOSTLEG FEGURÐ ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU FÆR AÐ NJÓTA SÍN

0

birgir

„Last For Long“ er annað lagið sem Birgir sendir frá sér af væntanlegri EP plötu. Undir lok síðasta árs gaf hann út lagið „Falling” en saman verða þessi tvö lög á EP plötu ásamt þremur öðrum lögum en platan er væntanleg í lok mars.

Lag og texta sömdu þeir Birgir og Andri Þór Jónsson en Arnar Guðjónsson sá um upptökur á laginu. Arnar Freyr Tómasson, Stefán Mekkinósson og Eiríkur Þór Hafdal sáu um upptökur á myndbandinu.

birhir-2

Það er óhætt að segja að stórkostleg fegurð íslenskrar náttúru fái svo sannarlega að njóta sín í myndbandinu en stór hluti myndbandsins var tekinn upp við Barnafossa og Glanna. Hægt er að finna Birgi bæði á Facebook og Spotify.

Skrifaðu ummæli