„STÖKKIÐ FRÁ FYRRI PLÖTU OKKAR ER DÁLÍTIÐ STÓRT“

0

Á síðustu tveim árum hefur hljómsveitin Skurk verið að vinna að gerð plötunnar Blóðbragð. Loksinns núna er farið að nálgast útgáfu hennar og er fyrirhugað að gefa út diskinn í Mars næstkomandi. Herlegheitin munu fást á plasti, Spotify, Itunes og á tónlist.is.

Strákarnir eru svo spenntir að þeir hafa ákveðið að gefa út eitt lag af plötunni en lagið ber titilinn „Mjöll.“ Lagið má finna á á helstu tónlistarveitum internetsins.

„Platan Blóðbragð mun eflaust koma mörgum á óvart. Stökkið frá fyrri plötu okkar Final Gift er dáltið stórt. Við fórum í samstarf við fólk sem vinnur mun meira í klassíkri tónlist og fengum til liðs við okkur allt að þrjátíu tónlistamenn og söngvara. Útkoman er tíu laga diskur sem hnýtir keðju um kúlurnar og þeytir manni í þungmálmferðalag aftur í tíman.“Jón Heiðar.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á umrætt lag.

Skrifaðu ummæli