STJÖRNUTEYMI GEFUR ÚT LAG Í HVERJUM MÁNUÐI

0

Sin Fang, Örvar Smárason og Sóley.

Tónlistarfólkið Sin Fang, Sóley og örvar Smárason (Múm) eru engir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun en þau hafa öll komið víða við á viðburðarríkum ferli! Tónlistarfólkið knáa ætla að senda frá sér eitt lag í lok hvers mánaðar út árið 2017 og er það svo sannarlega tilhlökkunarefni.

Rétt fyrir helgi kom út fyrsta lagið en það ber heitið „Random Haiku Generator.” Lagið rennur einkar vel inn í undirmeðvitund hlustandans enda silkimjúkt með seiðandi hljóðheim og fallegum söng!

Skrifaðu ummæli