„STÍLLINN MÓTAÐIST AF ÞEIRRI TÓNLIST SEM ÉG ÓLST UPP VIГ

0

Tónlistakonan Lexzi var að senda frá sér 3 laga smáskífu sem nefnist Haunted Mind. Lögin þrjú á plötunni hafa hver sína áhugaverða sögu að segja, en fyrsta lagið sem hún gefur frá sér nefnist „Paralyzed.“

„Paralyzed“ fjallar um þegar maður er sofandi og lendir í að eitthvað sækir á mann, jafnvel heldur manni niðri en getur ekkert gert. Annað lagið nefnist „Fake Smile“ og fjallar það um þegar við setjum upp grímu til að fela okkur frá rauntilfinningum, berum byrðar sem vega svo þungt á okkur að við bugumst. Þriðja lagið nefnist „Shameless“ en í þessu lagi er það manneskja sem hefur náð algerum botni og hefur verið heltekin af áfengi og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir.

Lexzi er 27 ára tónlistarakona sem spilar á píanó, gítar, bassa og syngur. Hún er alin upp við tónlist og reynir að fikta við eins mörg hljóðfæri og hún kemst í. Lexzi hefur ekki langt að sækja sína hæfileika, afi hennar var píanisti og básúnu leikari. Voru þau bestu vinir og hlustuðu mikið á jazz saman, auk þess sem hann kenndi Lexzi á píanó. Faðir hennar lærði óperusöng og tók þátt í mörgum söngleikjum auk þess að vera fær gítarleikari. Hann kynnti henni fyrir 50s, 60s og 70s tónlist, þau hlustuðu meðal annars á Bítlanna, Led Zeppelin, The Doors og svo framvegis. Stíll Lexzi mótaðist af þeirri tónlist sem hún ólst upp við og tvinnaðist sá stíll í Psychedelic, Trip-Hop, Pop, Rock blöndu sem grípur mann.

Lögin eru að mestu tekin upp Í Stúdíó Hljómi og hljóðfærin að mestu spiluð af Lexzi en einnig af Friðjóni Guðlaugssyni og spilar hann ásamt Hákoni Einari JúlÍussyni á bassa og trommur.

Friðjón Guðlaugsson og Hákon Einar Júlíusson sáu að mestu um upptökur og hljóðblöndun ásamt því að spila líka inn á Paralyzed með henni. Friðjón Guðlaugsson og Hákon Einar Júlísson sáu um upptökur og hljóðblöndun í tveimur laganna. Þór Óskar sá um upptökur og hljóðblöndun fyrir Fake Smile. En Sigurdór Guðmundsson sá um tónjöfnun.

Paralyzed:

Fake Smile:

Shameless:

Skrifaðu ummæli