Stígur sín fyrstu spor sem söngvari og lagahöfundur

0

Tónlistarmaðurinn Ragnar Árni var að senda frá sér lagið „Á Öðrum Stað.” Ragnar var að ljúka fjórða ári sínu í læknisfræði í Ungverjalandi og ætlar að eyða sumrinu á íslandi. Hann segist ætla að njóta þess að búa til tónlist, borða íslenskan fisk og stunda yoga. Ragnar gaf út lagið „Aldrei nóg” síðastliðið sumar.

Ragnar Árni er 28 ára tónlistarmaður og læknanemi sem kemur frá Seltjarnarnesi. Hann stundaði tónlistarnám frá 6 ára aldri. Útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH sem jazz saxófón leikari. Ragnar hefur spilað með ýmsum tónlistarmönnum t.d stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Bubba Morthens, Hjálmum, Jónasi Sig, Jóni Jónssyni og Ásgeiri Trausta. 23 ára hóf hann nám í læknisfræði í Ungverjalandi og tók sér smá hlé frá íslensku tónlistarsenunni. Meðfram læknisfræði náminu hefur hann einbeitt sér meira af eigin tónsmíðum og stígur sín fyrstu spor núna sem söngvari og lagahöfundur í verkefni sem hann kallar einfaldlega RAGNAR.

Einvalalið íslenskra tónlistarmanna komu að laginu. Lag og texti er eftir Ragnar sjálfan, Upptökustjóri: Helgi Hrafn Jónsson. Hljóðvinnsla: Styrmir Hauksson. Master: Glenn Schick. Gítar og söngur: Ragnar Árni Ágústsson. Gítar: Pétur Ben. Hljómborð: Tómas Jónsson. Bassi: Gunnar Gunnsteinsson. Trommur: Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Útsetningar og basúna: Samúel J. Samúelsson. Trompet: Ari Bragi Kárason. Trompet: Kjartan Hákonarson. Saxófónn: Óskar Guðjónsson.

Skrifaðu ummæli