STICKY ER „NO BULLSHIT“ ÚTGÁFA!

0

Þúsundþjalasmiðurinn Geoffrey Skywalker. Ljósmynd: Ómar Sverris.

Sticky plötuútgáfan hefur verið að vekja verðskuldaða athygli að undanförnu en þar fer fram mikil hugsjónastarfsemi og er velferð listamanna og kvenna sett í algjörann forgang. Sticky er hliðarsjálf Priksins en hann hefur verið einn vinsælasti viðkomustaður tónlistarfólks svo árum skiptir. Sticky er „no bullshit“ útgáfa eða eins og Geoffrey Skywalker orðar það Prikið er fyrir alla og það er nóg að frétta!

Albumm.is náði tali af Geoffrey markaðstjóra priksins og innsti koppur Sticky útgáfunnar og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum.

Hvenær var Sticky plötuútgáfan sett á laggirnar og hvernig kom það til?

Við stofnuðum Sticky í Apríl 2016. Sticky er hliðarsjálf Priksins kaffihúss. Á Prikinu hafa margir tónlistarmenn og konur t.d stigið sín fyrstu skref á tónleikum og viðburðum. Við lítum á það sem náttúrulegt skref í rétta átt að vinna nánar með tónlistarmönnum, búa til grundvöll fyrir fólk að koma með verkefni á okkar borð og fylgja þeim eftir.

Tekið úr tölvuleiknum fyrir Sautjánda Nóvember / Teikning, Arna Beth.

Hvernig tónlist gefur Sticky plötuútgáfan út og er einblínt á einhverja eina tónlistartegund?

Við erum „no bullshit“ útgáfa þar sem tónlistamaðurinn á allt sitt efni og allir vinna bara saman að gera eitthvað stuð. Sticky er ekki með meitlaða stefnu í þeim málum þó mest muni bera á hiphop tónlist. Við lítum á allan skalann og stóru myndina. Prikið er fyrir alla.

Hvað hefur verið að koma út á vegum Sticky að undanförnu?

Fyrsta útgáfa okkar var Sautjándi Nóvember,  seinni plötu Emmsjé Gauta á síðasta ári. Það var frábær byrjun á okkar sögu og erum virkilega stolt af því verkefni og öllu sem fylgdi.

Ljósmynd: Xdeathrow.

Hvað er í nánustu framtíð hjá útgáfunni?

Það er margt í kolunum! Næstu útgáfur innihalda ÍNÓTT fyrsta breiðskífa Aron Can,  við komum að nýju plötu HAM flokksins, væntaleg er EP plata frá rapparanum BIRNI, auk þess sem við verðum með Sticky-Mixtape seríu sem fer að stað fyrir sumarið. Nóg að frétta!

Skrifaðu ummæli