STEVE SAMPLING SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FIMMTU BREIÐSKÍFU

0

Steve

Þann 7. Júlí næstkomandi mun Möller Records gefa út fimmtu breiðskífu Steve Sampling’s sem nefnist Malarkey.

Steve Sampling hefur verið áberandi í Íslensku Hip Hop, House of Raftónlistar senunni hér á Íslandi í dágóðann tíma og hefur verið iðinn við að gefa út plötur og spila. Steve Sampling byrjaði sem Hip Hop listamaður en hefur undanfarið verið að færa sig fjær þeirri stefnu þó aldrei of langt!

Snilldar tónlistarmaður hér á ferð og ætti sannur tónlistarunnandi ekki að láta þessa plötu framhjá sér fara!

Platan verður fáanleg á geisladisk í öllum helstu plötubúðum landsins – ásamt því að hægt verður að kaupa stafrænt eintak á vefsvæði Möller Records, sem og á iTunes, Beatport ofl. tónlistarveitum.

Útgáfutónleikar plötunnar verða samdægurs um kvöldið og verða haldnir á skemmtistaðnum Bravó (Laugavegi 22).

Fram koma:

Dj Dorrit

Skurken

HaZar

og sjálfur Steve Sampling.

 

Comments are closed.