Sterkar kvenímyndir sem þora að dreyma: „Spaug sem fór úr böndunum”

0

Karitas Harpa og Inga Birna sem saman mynda HEDBAND gefa út lagið „One Night“ en lagið er THORISSON kemur einnig fyrir í laginu. HEDBAND er 80’s infuse-að Scandi popp með dans electro ívafi, tónlistin er draumkennd og með þungum bassa! Áhersla HEDBAND er á sterkar kvenímyndir og að þora að dreyma og að hafa kjark í að gera þá drauma að veruleika. Karitas svarar að þetta hafi nú bara verið spaug sem fór úr böndunum þegar hún er spurð út í hvernig HEDBAND hafi orðið til, “en í fullri alvöru þá var þetta bara eitthvað sem byrjaði sem létt spaug sem varð að hugmynd sem var bara of góð til að láta ekki verða að veruleika”.

Helstu áhrifavaldar drottninganna í HEDBAND eru dásemdar listakonur eins og Robyn, Susanne Sundför, Sigrid, Billie Eilish, Maggie Rogers.

Í „One Night” fá þær með sér í lið tónlistarmanninn Borgar Thorisson sem gengur undir listamannsnafninu THORISSON. Framleiðandinn og saxofón-leikarinn Thorisson byrjaði feril sinn árið 2014 þegar hann remixaði lagið ‘Alive’ eftir Sunset & Solid Skill, sem vann honum inn sæti á top 10 lista Markus Schulz fyrir þann mánuð. Thorisson býr nú í Englandi þar sem hann stundar nám. “Þær eru náttúrulega bara frábærar og heiður að fá að vinna með þeim.” segir Thorisson spenntur fyrir samstarfinu. Karitas einmitt nefnir að verkefnið í heild sinni hafi orðið að veruleika þegar þær skelltu sér í studio með Thorisson til að semja og „One Night“ varð til. “…svo bara small þetta einhvernvegin saman þegar Thorisson kom inn í myndina” veruleika þegar þær skelltu sér í studio með Thorisson til að semja og „One Night“ varð til. “…svo bara small þetta einhvernvegin saman þegar Thorisson kom inn í myndina”

Skrifaðu ummæli