STEREO HYPNOSIS, CHRISTOPHER CHAPLIN OG SNORRI ÁSMUNDSSON KOMA FRAM Í MENGI

0

Stereo Hypnosis, Christopher Chaplin og Snorri Ásmundsson koma fram í Mengi annaðkvöld laugardaginn 10. Febrúar. Stereo Hypnosis og Christopher Chaplin komu fyrst saman á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill 2017!

Árið 2016 sendi Christopher Chaplin frá sér sínu fyrstu sólóplötu Je suis le Ténébreux en í kjölfarið fylgdi remix platan Deconstructed.

Stereo Hypnosis var stofnuð árið 2006 af feðgunum Pan Thorarensen og Óskari Thorarensen en árið 2013 bættist við meðlimurinn Þorkell Atlason. Sveitin hefur sent frá sér 6 plötur og hefur spilað út um allan heim við góðar viðtökur!

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en hann hefur oft á tíðum notað afl almúgans við verk sín.  

Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og hægt er að nálgast miða á Mengi.net

Skrifaðu ummæli