STEPHEN SHANNEN

0

shannen 2

Stephen Shannen er skeitari frá Manchester en hefur búið á Íslandi frá 10 ára aldri. Stephen er einn af hetjum skatesenunnar á Íslandi. Albumm hitti kappann og sagði okkur frá hvernig hann byrjaði að skeita og muninn á Manchester, Íslandi og tengingu hanns við hljómsveitina The Smiths!


Hvenær og af hverju byrjaðir þú að skeita?

Ég byrjaði aðallega útaf Tony Hawk tölvuleiknum ég sá líka einhverja gaura vera að skeita og mig langaði að prófa.

Fannstu þig strax í þessu?

Já en það var samt eiginlega ekki fyrr en ég flutti frá Akureyri til Reykjavíkur. Þá fyrst byrjaði ég að fá geðveikt mikið passion fyrir þessu og áhuginn byrjaði að vaxa mjög hratt. Á Akureyri var ég á snjóbretti og hjólabretti en á Akureyri getur maður bara skeitað á sumrin en í Reykjavík er hægt að skeita allt árið.

shannen 5

En hvaðan ertu?

Ég er frá Manchester á Englandi.

Hvenær flyturðu til Íslands?

Ég flutti hingað með mömmu þegar ég var 10 ára en þá flutti ég einmitt til Akureyrar.

Hvað ertu búinn að skeita lengi?

Ég fékk fyrsta brettið mitt þegar ég var 10 ára en ég er 24 ára núna þannig ég hef verið skater í fjórtán ár.

Dastu inní einhverja skatesenu þegar þú fluttir til Reykjavíkur?

Ég kynntist Óla (Ólafur Ingi Stefánsson) hann var svona fyrsti skeitarinn sem ég kynntist og við höfum verið þröngir síðan.

shannen 1

Þegar þú keppir ertu þá ekki yfirleitt í fyrsta, öðru eða þriðja sæti?

Umm veit ekki, jú allavega á nokkrum keppnum.

Finnst þér gaman að keppa?

Já mér finnst mjög gaman að keppa en ég tek bara þátt til að hafa gaman og er ekkert endilega að reyna að vinna. Er bara að skeita, vera með vinum mínum og vera í væbinu.

Hefurðu ekki gert svolítið að því að fara erlendis að skeita?

Jú ég hef farið til Barcelona, Danmerkur, Bandaríkjanna og auðvitað Englands. England er samt mitt annað heimili. Ég er með þröngan vinahóp á Englandi líka, ég er basically með tvö líf.

Hvort finnst þér skemmtilegra að skeita á íslandi eða á Englandi?

Það er einhvernvegin meira hype á Englandi. Nokkrir vinir mínir þarna eru Am og nokkrir eru Pro og það er öðruvísi vibe í gangi. það eru allir alveg mega ánægðir ef maður nær einhverju trikki, alveg öskrað sko! Á meðan á Íslandi er fólk frekar chillað, geðveikt rólegir eitthvað. Á Englandi er eiginlega ekkert hægt að skeita úti, maður fær kannski fimm mínútur á hverjum stað áður en security kemur og sparkar manni í burtu. Ég hef verið að filma á Englandi, maður þarf að setja upp cameruna svona fimm mínútur áður en maður kemur á spottið til að skeita. Stundum er maður heppinn og fær þá hálftíma. Hér á Íslandi eru allir frekar rólegir og maður er eiginlega aldrei rekinn af neinum stað sem er mjög þægilegt. Mér finnst Reykjavík mjög unique staður til að skeita á og fólk er farið að koma hingað til að skeita, það er búið að fara á alla hina staðina og langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Meðað við fólksfjölda á Íslandi er skeitsenan rosalega góð.

shannen 3

Er þetta þéttur hópur sem skeitar alltaf saman?

Þetta hefur alltaf verið ég, Siggi og Óli en núna erum við byrjaðir að skeita miklu fleiri saman eins og Davíð Hólm, Daði , Davíð og Robbi þetta er orðið betra finnst mér og allir eru vinir og ekkert vesen. Þetta er bara eitt stórt crew.

Ferðu oft til Englands að skeita?

Já reglulega sko og jafnvel nokkrum sinum á ári. Ég fór fjórum eða fimm sinnum á seinasta ári. Öll fjölskyldan mín er þar og vinir líka.

shannen 6

Hafa vinir þínir að utan komið til Íslands að skeita?

Já það er allavega einn sem hefur komið, hann heitir Tom en hann býr núna í Barcelona. Ég var að filma með honum hann er semsagt að gera mynd sem er Barcelona/England tengd mynd og ég verð með frekar stórann part í henni. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út en hún heitir Down and Out.

Ert þú sjálfur að filma?

Já þetta er svona „new found hobby“ hjá mér, að filma og klippa. Ég er alltaf til í að fara og ná efni og klippa, mér finnst þetta mjög gaman. Vonandi getur maður unnið við eitthvað tengt þessu í framtíðinni.

Ertu þá aðallega að gera skatevideo?

Já í augnablikinu er það eina sem ég hugsa um en það er alltaf hægt að blanda einhverju visual inní það. Ég er búinn að droppa einu editi og er að vinna í öðru.

Fylgistu vel með því sem er að gerast í hjólabrettaheiminum?

Ég skoða alveg en er ekki að skoða þetta mainstream stuff, eitthvað sem er aðeins meira underground eins og t.d. palace Skateboards og allt það vibe. Þetta er líka allt annað vibe heldur en t.d. Nyjah Huston og þessir súper pros. Ég skoða alveg Thrasher og svona en er ekkert að fara á Theberrics.com á hverjum degi sko.

Hvernig sérðu fyrir þér hjólabretti á Íslandi eftir nokkur ár?

Ég veit það ekki en þetta á pottþétt eftir að þróast, þetta er orðið að tísku, leitt að segja það en það er bara þannig. Ég held að það eigi eftir að vera mjög góður markaður fyrir þetta á næstu árum. Hjólabrettasenan hefur aldrei verið jafn stór og núna og með tilkomu innanhús skateparkanna þá á þetta bara eftir að stækka og stækka en ef það væri ekki innanhúspark þá veit ég ekki alveg hvernig þetta mundi fara. Reykjavík er frekar dimm og köld á veturnar þannig það er alveg nauðsinlegt að hafa innanhús skatepark.

shannen 7

Hefurðu háleita drauma um hjólabretti eða ertu bara að skeita til gamans?

Ég er bara að skeita for the fun of it! Hjólabretti hefur tekið mig á fullt af frábærum stöðum, ég hef kynnst fullt af frábæru fólki bara útaf hjólabretti og ég ætla að halda því áfram og sjá bara hvert þetta tekur mig.

Hlustarðu mikið á tónlist?

Já mjög mikið ég gæti ekki lifað án tónlistar.

Hvað ertu að hlusta á?

Ég hlusta mikið á 90´s hip hop, soul og House tónlist. Ég fíla líka northern soul, jazz og punk mér finnst punk alveg sick sérstaklega þegar maður er að skeita bowl eða eitthvað.

Manchester er náttúrulega mjög mikil tónlistarborg

Já nákvæmlega The Smiths, Joy Devision, Happy Mondays, New Order, Stone Roses og ég er búinn að sjá Ian Brown by the way. Ég var að vinna á parklife festival og sá hann þar, það var sick! Svo náttúrulega Oasis líka. Það eru fullt af up and coming hljómsveitum að koma þaðan núna Þannig já Manchester er mjög mikil tónlistarborg. Gaman að segja frá því að ég heiti Steven útaf Steven Morrisey úr The Smiths, það eru ekki margir sem vita það.

shannen 4

Heldurðu að þú eigir alltaf eftir að skeita?

Ójá alltaf! Þetta er skrifað í skýin fyrir mig. Ég skeita til að hafa gaman og þetta er algjört frelsi, þetta er lífstíll og frelsi! Vinahópurinn sem maður fær út frá því að skeita er mjög tight.

Viltu segja eitthvað að lokum?

Vertu þín eigin fyrirmynd!

Comments are closed.