STENDUR EKKI TIL AÐ KOMA ÖLLUM VERKUNUM FYRIR Í KJALLARA FORELDRA

0

Arnar Birgis er nemandi við loka ár myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og hefur sýnt þessa vikuna verk sín á útskriftarsýningu LHÍ í Listasafni Reykjavíkur.

Verkið sem ber titilinn „Undir ómeðvitað(meðvitundar) (meðvitundarstig II hluti)” er afrakstur þessarar loka annar við myndlistardeild LHÍ ásamt einstaka eldri verkum sem eiga að sýna vegferð listamannsins í gegnum málverkið og hið daglega líf. Málverkin hafa öll með sér sterka tengingu í hið ómeðvitaða og andlega hleðsu lita á striga og hefur hvert verk öðlast sitt eigið líf í því ferli. Verkin sem eru á annan tug, eiga í samtali við íslensku landslagshefðina sem og abstrakt tilfinningu listamannsins við gerð málverka.

Á sýningunni hefur Arnar búið sér til sitt eigið listaverkastúdíó í porti Hafnarhússins og staðið í því að skapa enn fleiri verk meðan á sýningu stendur.

Nú um helgina, á þessum loka dögum sýningarinnar hefur Arnar svo tekið sig til og efnt til svokallaðar Brunaútsölu á verkum sínum, eins og gefur að skilja er plássleysi af skornum skammti hjá ungu fólki í dag og stendur ekki til að koma öllum verkunum fyrir í kjallara foreldra og annarra vandamanna heldur koma þeim út í samfélagið til samborgaranna og gefst fólki því séns á að fá verkin á hálfvirði. Eins og fólk myndi segja, gjöf en ekki gjald.

Arnar Birgisson sem ásamt myndlist hefur slegið taktinn með þó nokkrum hljómsveitum, svo sem Boogie Trouble og með Teit Magnússyni hefur haldið þó nokkrar sýningar í gegnum dagana og sett þó nokkur verk á vel valda staði Reykjavíkur, lýkur nú að mestu námi sýnu við Listaháskóla Íslands og hvetur því fólk til að koma og skoða afrakstur sinn og ef vel liggur á að fá verk með sér heim.

Laugardag og Sunnudag er opið frá klukkan 10 um morguninn til 17 um eftirmiðdaginn og fullkomið að kíkja og ná sér í verk, skoða verk og svo bara halda ísbíltúrnum áfram.

Skrifaðu ummæli