Stemningin aldrei betri á Sónar – Sjáið ljósmyndirnar

0

Tónlistarhátíðn Sónar fór fram um helgina sem leið en stappað var í Hörpunni en stemningin hefur aldrei verið betri! Rúmlega 50 hjómsveitir og listamenn komu fram á hátíðinni í ár og var m.a. bílakjallara hússins breytt í næturklúbb. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir sótt Sónar Reykjavík heim. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Jói P & Króli, Högni og Elli Grill svo fátt sé nefnt!

Hátíðin fór einkar vel fram í ár og mátti sjá bros úr hverju andliti! Eins og fyrr hefur komið fram var stemningin rafmögnuð en óhætt er að segja að stuðbolltarnir í Underworld hafi vægast sagt tryllt líðinn!

Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á svæðið og tók þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is  

 

Sonarreykjavik.com

Skrifaðu ummæli