STELPUSKATE Í SKATEPARKINU Í HAFNARFIRÐI Í KVÖLD

0

SSKATE 5

Í kvöld mánudag 28.September verður stelpuskate í skateparkinu í Hafnarfirði en eitt slíkt var haldið fyrir skömmu. Tuttugu stelpur mættu síðast og er planið að bæta þann fjölda nú í kvöld. Það eru fjölmargar stelpur sem renna sér á bretti á Íslandi og besta við það er að þær eru á öllum aldri. Húsið opnar kl 20:00 og kostar litlar 500 kr. inn.

SSKATE

Þess má geta að skateparkið í Hafnarfirði hefur heldur betur fengið andlitslyftingu að undanförnu en strákarnir hafa verið sveittir í smíðagallanum að undanförnu.

SSKATE2

SSKATE 4

Albumm mælir eindregið með að allar stelpur á öllum aldri skelli á sig strigaskóm og skelli sér á bretti, það er ekkert betra en að renna sér í góðra vina hóp.

Skateparkið í Hafnarfirðið er í Flatahraun 14 / gamla slökkvistöðin.

Tengdar greinar:

http://albumm.is/stelpuskate-i-parkinu-i-hafnarfirdi

Comments are closed.