STELPUROKK, RAF OG PÖNK

0

kaelan-mikla

Miðvikudaginn 2. nóvember næstkomandi verða grasrótarsamtökin Stelpur rokka! með frábæra off-venue dagskrá á Iceland Airwaves. Tónleikarnir verða haldnir á LOFT Hostel, Bankastræti og byrjar gleðin klukkan 14.30. Á tónleikunum koma fram bönd sem koma að samtökunum á einhvern hátt og/eða styðja málstað samtakanna, Stelpur rokka!

stelpur

Stelpur Rokka! eru femínísk sjálfboðaliðasamtök sem leggja sitt af mörkum við að efla og styrkja ungar stelpur og transkrakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu. „Árið 2016 er fimmta starfsár samtakanna á Íslandi og hafa vinsældir þeirra aukist býsna mikið með árunum. Við fáum ekki aðeins að njóta þess að sjá krakkana blómstra í búðunum okkar, heldur veita þau okkur mikinn innblástur“, segir Margrét Hugadóttir, ein af sjálfboðaliðum búðanna.

Dagskráin er dúndurþétt:

14:30 Julie Falkevik Tungevåg (NO)
15:30 Stelpur rokka! special hour: RuGl, Kyrrð og Katla Ísaks.
16:30 Josin (DE)
17:30 Kvennakórinn Katla
18:30 Kælan Mikla
19:30 Intetskjønn (NO)

Frítt er inn fyrir alla og er aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun til staðar.

http://www.stelpurrokka.org/

Comments are closed.