STELPURNAR Í RUGL SAFNA FYRIR SINNI FYRSTU PLÖTU

0

Indie folk hljómsveitin RuGl hefur verið að vinna að sinni fyrstu plötu, fjögurra laga 12″ vínylplötu, síðastliðið ár. Til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði hefur verið sett af stað Karolina Fund söfnunarsíða þar sem hægt er að forpanta eintak af plötunni, silkiþrykkta taupoka og fleira.

RuGl samanstendur af Ragnheiði Maríu og Guðlaugu Fríðu, en nafn hljómsveitarinnar er stafarugl úr nöfnum stelpnanna. RuGl hefur verið starfandi frá árinu 2016 þegar þær tóku þátt í Músíktilraunum sem þær fylgdu eftir á Iceland Airwaves og hituðu m.a. upp fyrir PJ Harvey.

Hver einasti poki er ólíkur þeim næsta.

Ferlið hefur verið að mestu leyti hliðstætt(e. analog) en upptökurnar fóru fram í Gufunesradíó hjá Orra analog, umslög vínylplötunnar verða silkiþrykkt ásamt því að filmuljósmyndir eftir Sunnu Axels verða prentaðar á þau.

Karolina Fund söfnunarsíðan er opin t.o.m. 16. október nk. en þar er hægt að lesa meira um hljómsveitina, ferlið og hlusta á hluta af efni plötunnar. Einnig er hægt að fylgjast með ferlinu á Instagram síðu RuGls og á Facebook. Stefnt er að því að platan komi út í kringum mánaðamótin október-nóvember.

Instagram.com

Skrifaðu ummæli