STELPUR ROKKA OG SÓL Í TÓGÓ STANDA FYRIR HLJÓÐFÆRASÖFNUN

0

instru

Samtökin Stelpur Rokka! og Sól í Tógó standa fyrir hljóðfærasöfnun fyrir rokkbúðir í Tógó dagana 16. til 20. ágúst.  Rokkbúðirnar í Tógó eru fyrstu rokkbúðirnar í vestur Afríku fyrir 13 til 20 ára stelpur og verða á vegum tógóískra tónlistarkvenna.

STELPUR 3

Erfitt er að kaupa og leigja hljóðfæri í Tógó og því munu Stelpur rokka! og Sól í Tógó safna saman hljóðfærum sem verða flutt til Tógó.

„Samstarfsverkefnið er hluti af 5. ára afmælisverkefnum samtakanna Stelpur rokka! Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr á þeim fimm árum sem við höfum starfað og við viljum miðla þeirri rokkorku áfram til samstarfskvenna okkar í öðrum löndum.“

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á heimasíðu Stelpur rokka!

Comments are closed.