STELPUR ROKKA EFNA TIL VEGLEGRAR AFMÆLISHÁTÍÐAR

0

Samtökin Stelpur rokka! eiga 5 ára afmæli í ár og því verður efnt til veglegrar afmælishátíðar þann 22.apríl á KEX Hostel við Skúlagötu 28. Þar verður sannkölluð hátíðardagskrá, en frá kl. 14-20 verður boðið upp á trommuhring, vinnusmiðjur, spurningakeppni, kökur og kaffi, líflegar umræður um sögu samtakanna, plötusnúð og frábæra tónleikadagskrá, en þar munu koma fram Sóley, Soffía Björg og RuGl, ásamt hljómsveitum sem urðu til hjá Stelpur rokka!

Hátíðin er fyrir alla aldurshópa, aðgangur er ókeypis og aðgengi gott fyrir fólk með hreyfihömlun.

Dagskráin er eftirfarandi:

14:00 – 14:30 Setning og trommugjörningur

14:30 – 15:00 Rokkrúllettutónleikar

Tónleikar: Kyrrð

15:00 – 16:00 „Hvernig myndum við femíníska breiðfylkingu?“ Saga Stelpur rokka! í tali og tónum og lifandi spjall við gesti og samstarfsaðila.

16:00 – 17:00 Kaffi og kökur. Raftónlistarsmiðja og fleiri spennandi rokksmiðjur. Spurningakeppni með veglegum verðlaunum!

17:00 – 20:00 Afmælistónleikar, fram koma: Hellidemba, GróaRuGl, Soffía Björg og Sóley.

http://www.stelpurrokka.org

Skrifaðu ummæli