STELPUR LEITAST VIÐ AÐ FANGA TILFINNINGUNA AÐ VERA UNGUR

0

jon

Íslenski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Jón Þór mun senda frá sér stuttskífuna „Frúin í Hamborg” (2mf021) þann 10. nóvember 2016, undir merkjum skosk/pólsku plötuútgáfunnar Too Many Fireworks. Þessi fjögurra laga stuttskífa mun bæði verða fáanleg á 180g vínylplötu og í formi niðurhals og streymis á hinum helstu tónlistarveitum.

Á væntanlegri plötu er Jón Þór á heimaslóðum, í gítardrifnu og glymjandi indípoppi með viðlögum sem límast við heilabörkinn. Líkt og á frumraun Jóns Þórs leiða opinskáir íslenskir textar hlustandann á viðkvæmar slóðir.

„Stelpur leitast við að fanga tilfnninguna að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í hringiðu ölvunnar í næturlíf Reykjavíkur” –  (Straumur)

Einmana Menn segir frá eftirmálum, iðrun og einmanaleika. „Ég er á Vesturleið“ fjallar um endurnýjun og þrá eftir frelsi og sjálft titillagið, „Frúin í Hamborg,“ er um að tapa festunni aftur, sökkva dýpra og vera með óráði en finna ljósglætu á ólíklegustu stöðum. Tónlistin sjálf fylgir ferðalagi plötunnar en er jafnframt sumarlegt og orkumikið indípopp.

jon-2

„Besti sumarsmellurinn […] ekta íslenskur söngur fyrir lostafull skyndikynni.“ (Stelpur) Reykjavík Grapevine (IS)

„Hið fáránlega grípandi viðlag í Stelpur límist við heilabörkinn vikum saman eftir hlustun.“ Straumur (IS)

„Frumburður [Jóns Þórs] var ein af bestu skífum seinasta árs.“ Reykjavík Grapevine (IS)

„Dásamlegt summarpopp úr íslensku jöklavatni.“ Radio Kampus (PL)

Fæddur og uppalinn í Reykjavík, söngvaskáldið Jón Þór Ólafsson hefur verið kunnugur íslensku tónlistarlíf lengi. Frá sönglausu djassrokki Isidor til kraftpopps Lada Sport, með viðveru í dansrokktríóinu Dynamo Fog, hefur Jón Þór leikið sér með litróf íslensks indírokks í fjöldamörg ár. Það var fyrst í framlínu Lada Sport sem hans einkennandi rödd fékk að heyrast fyrir alvöru.

Áður en frumraun Lada Sport, breiðskífan Time and Time Again, kom út kynnti sveitin smáskífulagið „Love Donors“ á Iceland Airwaves hátíðinni með frábærum tónleikum, skartandi blásarasveit og húsfylli af áheyrendum og hundruðum af hjartalaga blöðrum.

Áður en nýr áratugur leit dagsins ljós var Jón Þór farinn að huga að sólóverkefni – einfaldlega undir nafninu Jón Þór og árið 2012 kom út fyrsta breiðskífan, Sérðu mig í lit?, sem fékk góðar viðtökur.

Skrifaðu ummæli