STEINN STEINARR KVEIKURINN AF PLÖTUNNI

0

„Sæl og blessuð hvernig hafiði það? Ég hef ferðast um höfin, ég boða nýtt tíðarfar.”

Svona hefst platan Yfir djúpin dagur skín sem hljómsveitin RIF er að gefa út um þessar mundir. Þessar línur eru úr laginu „Það er farið að hvessa” sem fjallar um vindinn sem við Íslendingar þekkjum allt of vel.

Andri Ásgrímsson og Haraldur Þorsteinsson hafa verið að vinna að þessarri tónlist síðastliðin 6 ár með hjálp frá ýmsum tónlistarmönnum. Andri hefur spilað með hljómsveitinni Leaves um langa hríð sem og síðrokksveitinni Náttfara þar sem Haraldur er einnig meðlimur.

Kveikurinn af plötunni var þegar Andri byrjaði að kynna sér ljóðasafn Steins Steinarr. Hann varð hughrifinn af kvæðum hans og byrjaði að semja lög við þau. Þetta reyndist Andra mikill innblástur og út frá þessu byrjaði hann að semja sína eigin texta. Hann sýndi Haraldi félaga sínum úr Náttfara afraksturinn en þeir voru að ljúka við plötuna, Töf á þeim tíma, Haraldur var hrifinn og þeir byrjuðu að bera saman bækur sínar og semja texta saman.

„Með djúpri virðingu er þjóðararfurinn nýttur bæði bókstaflega og sem innblástur að þessu verki”

Síðan þá hafa mörg vötn runnið til sjávar en verkefnið þó ávallt verið til staðar.

Rykinu var svo dustað af þeim upptökum sem til voru síðastliðinn Nóvember. Andri fór þá með efnið í stúdíóið Aldingarðurinn þar sem Magnús Leifur Sveinsson tók á móti honum. Þar var tekið upp það sem vantaði og saman mixuðu þeir plötuna þar til menn voru sáttir.

Tónlistin er fáanleg  á CD og Vinyl í Smekkleysu, Lucky records og Kaffi Vinyl sem og á Spotify og ITunes.

Skrifaðu ummæli