STEINI ÚR QUARASHI KENNIR ÞJÓÐINNI AÐ RAPPA

0

Söngskóli Maríu Bjarkar býður í fyrsta skipti upp á rappnámskeið en það mun vera í höndum Steinars Fjeldsted betur þekktur sem Steini úr hljómsveitinni Quarashi! Steini hefur um 25 ára reynslu af rappi og hefur hann svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli!. Taktföst tónlist hefur yfirleitt ratað í eyru hans og var því rapptónlist snemma fyrir valinu.

Steini á tónlekum!

Steini stofnaði sínu fyrstu hljómsveit aðeins 11 ára gamall og þá var sko ekki aftur snúið. Árið 1996 stofnaði Steini hljómsveitina Quarashi og átti sú góða sveit miklum vinsældum að fagna bæði á Íslandi og erlendis. Sveitin gerði plötusamning við bandaríska útgáfurisann Sony/Columbia Records og upp hófst mikið ævintýri!

Quarashi gáfu út fimm plötur, ferðuðust út um allan heim og spiluðu fyrir framan tugi þúsunda gesta á degi hverjum! Steini er mikill reynslubolti þegar kemur að rappi, textagerð og framkomu og ætti því enginn af vera svikinn af hans einstakri visku.

Kennt verður í 9 vikur. Hver nemandi mætir í tíma einu sinni í viku í 60 mín í senn.  Nemendur fá plastmöppu frá skólanum fyrir kennsluáætlun, lagalista og texta. Tekið verður upp í lokin og tónleikar haldnir.

þekktir rapparar koma sem gestir á námskeiðið!

Hægt er að skrá sig og skoða námskeiðið betur á Songskolimariu.is

Skrifaðu ummæli