STEINAR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „PLAY WITH HEARTS“

0

steinar-mynd-hildur-erla
Tónlistarmaðurinn Steinar sendi fyrir skömmu frá sér glænýtt lag en það ber heitið „Play With Hearts.“ Steinar kom fyrst fram á sjónarsviðið með lagið „Up“ en það náði gríðarlegum vinsældum! Nýja lagið er alls ekkert síðra og á það klárlega eftir að ná miklum vinsældum en Steinar er afar lúnkinn við að semja flottar og grípandi laglínur.

Silkimjúk rödd hanns fær hvert mannsbarn til að rísa á fætur og dilla sér í takt við glaðværa tóna hanns, alls ekki slæmur eiginleki það!

„Play With Hearts“ er grípandi og flott popplag sem á eflaust eftir að hljóma í ófáum eyrum um ókomna tíð.

Skrifaðu ummæli