Stefnir á að gefa út lag á nokkurra vikna fresti

0

Tónlistarmaðurinn Rokkson hefur sent frá sér fimm lög það sem af er árið 2018 og stefnir á að gefa út lag á nokkra vikna fresti þangað til yfir líkur.

Rokkson er sóló verkefni söngvara Casio Fatso og er stefnan rokk og þaðan af mýkra. Þetta verkefni byrjaði í byrjun árs 2018 til að koma öllum þeim lögum sem verða til á framfæri sem fyrst og án tafar.

Rokkson tekur upp öll lögin sín í Spiderstudios sem er lítið einka hljóðver með sál. Stefnan er ekki sett á tónleikahald, heldur aðeins að gefa út eins mörg lög og hægt er.

Fimmta lagið kom út í gær og heitir „In the space of an awesome“ og má, ásamt öllum hinum lögunum finna á Spotify, Amazon, iTunes, youtube etc.

In the space of an awesome:

For the kids:

Fantastic Passion:

Jet Set Willy:

  1. …of Ghosts and gods:

Skrifaðu ummæli