STEED LORD ER KOMIN Í FRÍ OG VIÐ TEKUR BLISSFUL

0

BLISSFUL

Hljómsveitin Steed Lord þekkja margir enda ein vinsælasta danssveit landsins og þó víðar væri leitað. Svala Björgvins, Einar Mega Egilsson og Edvard Egilsson skipa sveitina. Lög eins og „123 If You Want Me“ og „Curtain Call“ hafa verið feyki vinsæl. Þau sem hafa séð sveitina á tónlekum geta verið sammála um að það er mögnuð upplifun!

BLISSFUL 2

Nú er hljómsveitin Steed Lord komin í frí en ekki örvænta því seinasta hálfa árið hafa Einar Mega og Svala Björgvins verið iðin við tónlistarsköpun í hljóðveri í Los Angeles. Verkefnið ber nafnið Blissful og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir nýju efni frá þessarri nýju sveit!

Svala Björgvins er nú í viðtali við útlenska tímaritið Elle Brasil en þar fer Svala meðal annars yfir Blissful.

Forvitnilegt verður að fylgjast með þessu nýja verkefni og ríkir mikil spenna eftir fyrstu tónum sveitarinnar!

Við látum eitt gott Steed Lord lag fylgja með, bara til að halda okkur heitum þangað til!

Fylgist með Blissful á Instagram:

https://www.instagram.com/blissfulcreative/

Fylgist með Blissful á snapchat:

@steedlord

Comments are closed.