STEED LORD ENDURHLJÓÐBLANDAR LAGIÐ SABAZIOS O MEÐ BANG GANG

0

BG-Sabazios Steed Lord Remix

Bang Gang sendi frá sér plötuna The Wolves Are Whispering á dögunum en það er fjórða platan frá þessu snilldar bandi. Bang Gang hefur verið ein vinsælasta hljómsveit okkar Íslendinga um áraskeið en henni er stýrt af meistaranum Barða Jóhannssyni.

barði

Nú var að koma út remix af laginu Sabazios O sem er af fyrrnefndri plötu með Bang Gang en það er hljómsveitin Steed Lord sem sér um að remixa lagið.

Einar Mega Egilsson, Svala Björgvinssdóttir (KALI) og Eddie House skipa hljómsveitina Steed Lord en þau hafa búið í Los Angeles í nokkur ár. Steed Lord liðar hafa verið mjög upptekin í allskonar verkefnum og má þar t.d. nefna fatahönnun, myndbandagerð og að sjálfsögðu við að semja og spila eigin tónlist.

steed

„Ég er búinn að fíla Steed Lord í langan tíma. Nýjasta lagið sem þau voru að senda frá sér : Falcon // The Runner er sturlað flott! Gaman að fá þessa meistara til að krukka í laginu : Sabazios O“ – Barði Jóhannsson

Hér má heyra remixið frá Steed Lord:

Hér má heyra upprunalegu útgáfu lagsins:

Falcon með Steed Lord:

https://soundcloud.com/banggang-5

https://soundcloud.com/steedlord

Comments are closed.