STAR WARS LEGO OG BÍLSLYS MEÐ KETTINUM DJONSY

0

Ragnar lofar fleiri myndböndum á næstunni

Leikstjórinn Ragnar Hansson vakti talsverða athygli á dögunum fyrir Facebook færslu sína en þar skrifaði hann:

„Er eðlilegt að faðir þriggja yndislegustu barna veraldar hugsi daglega um að stytta eigið líf? Þetta var spurning sem ég varpaði loks á lækni síðasta sumar, í löngu tímabærri heimsókn á bráðamóttöku geðdeildar. Enda var botninum náð og nóg komið. Svarið var nei.“

Færslan var mun lengri en í kjölfarið fylgdi með ansi skemmtilegt myndband þar sem Ragnar lýsir ást sinni á Lego og þá aðallega Star Wars Lego! Myndbandið er afar fyndið og skemmtilegt en að hans sögn hefur Lego hjálpað honum í gegnum dimman dal.

„Ég átti hins vegar ekki von á sálrænu áhrifunum sem Lego kubbunin átti eftir að hafa á mig. Í miðju hruni var sem ég væri að kubba heilann minn aftur saman. Skref fyrir skref. Kubb fyrir kubb. Serotónin fyrir serotónin.“ – Ragnar Hansson.

ragnar-3

Kötturinn Djonsy

Nú er komið út nýtt myndband en það ber heitið „The Star Wars Car Crash Extravaganza“ en þar fer Ragnar yfir bílslys sem hann lenti í ásamt kettinum sínum Djonsy og að sjálfsögðu er Star Wars Lego á sínum stað svo fátt sé nefnt!

Ragnar lofar fleiri myndböndum á næstunni og bíðum við spent eftir næsta!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem byrjaði þetta allt:

Comments are closed.